Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

Hannes og Valdís klúbbmeistarar GL 2020
Hannes Marinó og Valdís Þóra. Mynd: Facebook síða GL.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 13. júlí 2020 kl. 21:30

Hannes og Valdís klúbbmeistarar GL 2020

Meistaramóti Golfklúbbsins Leynis 2020 lauk á laugardaginn s.l. þar sem Hannes Marinó Ellertsson og Valdís Þóra Jónsdóttir urðu klúbbmeistarar. Metþátttaka var í mótinu en 145 kylfingar tóku þátt að þessu sinni.

Atvinnukylfingurinn Valdís Þóra lék á 8 höggum yfir pari og hafði betur gegn Báru Valdísi sem endaði önnur í meistaraflokki kvenna. Besti hringur Valdísar kom á fyrsta keppnisdegi þegar hún lék á 3 höggum undir pari.

Í karlaflokki endaði Hannes Marinó 8 höggum á undan Þórði Emil Ólafssyni en Hannes lék samtals á 17 höggum yfir pari. Í þriðja sæti varð Stefán Orri Ólafsson, einungis höggi á eftir Þórði.

Hér er hægt að sjá úrslit allra flokka.

Á síðu Skagafrétta.is má sjá skemmtilegar myndir úr Meistaramótinu. Sjá nánar hér.