Örninn 21 bland 1
Örninn 21 bland 1

Fréttir

Haraldur á höggi undir pari
Haraldur Franklín Magnús.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 10. júní 2021 kl. 15:10

Haraldur á höggi undir pari

Haraldur Franklín Magnús lék á einu höggi undir pari á fyrsta hring Challenge de Cadiz mótinu sem hófst í dag á Novo Sancti Petri golfsvæðinu á Spáni. Svæðið ætti að vera kunnugt mörgum Íslendingum en íslenskar ferðaskrifstofur hafa verið með skipulagðar ferðir á svæðið í mörg ár.

Haraldur hóf leik á fyrstu holu í dag og var fljótur að komast undir par en fyrsti fugl dagsins kom á holu tvö. Hann skiptist á að fá skolla og fugla í dag en var þó um tíma kominn tvö högg undir par eftir 15 holur. Skolla á 17. holu skilaði honum svo í hús á höggi undir pari, eða 71 höggi.

Eins og staðan er núna er Haraldur jafn í 31. sæti en aðeins helmingur kylfinga hefur lokið leik í dag. Staðan gæti því eitthvað breyst en efsti kylfingur er á sex höggum undir pari.

Hérna má sjá stöðuna í mótinu.

Örninn járn 21
Örninn járn 21