golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Haraldur Franklín í fjórða sæti
Sunnudagur 5. mars 2023 kl. 01:09

Haraldur Franklín í fjórða sæti

Haraldur Franklín Magnús GR lék stórvel á Camiral Golf & Wellness mótinu á Ecco mótaröðinni á PGA Catalunya á Spáni. Haraldur lék hringina þrjá í mótinu á 68-72-68 höggum eða alls á 7 höggum undir pari sem dugði honum til að vera jafn í 4. sæti. Frábær árangur hjá Haraldi sem er búinn að spila vel í tveimur golfmótum á PGA Catalunya á Ecco mótaröðinn á Spáni.

Andri Þór Björnsson GR (75-72), Axel Bóasson GK (75-72), Elvar Kristinsson GR (79-72) og Hákon Örn Magnússon GR (75-74) léku einnig í mótinu en enginn þeirra náði niðurskurðinum eftir tvo hringi.  

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

„Ég er hungraður að fara keppa meira“, sagði Haraldur Franklín að leik loknum. „Æfingar vetrarins eru að skila sér. Ég sló eins og engill allt mótið, það vantaði bara herslumuninn á hring 2, þar sem ég lék á 72 höggum. Það var frábært að vinna sig upp töfluna á síðasta degi“.