Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Haraldur Franklín lék á 74 höggum
Haraldur Franklín Magnús.
Laugardagur 25. maí 2019 kl. 20:00

Haraldur Franklín lék á 74 höggum

Lokadagur Elisefarm Open mótsins var leikinn í dag en mótið er hluti af Nordic Golf mótaröðinni. Haraldur Franklín Magnús var á meðal keppenda og lék hann á 74 höggum í dag og endaði mótið því á einu höggi yfir pari.

Fyrir daginn var Haraldur á einu höggi undir pari og var hann um tíma kominn samtals þrjú högg undir par. Hann tapaði aftur á móti fjórum höggum á undir lokin og kom því í hús á 74 höggum, eða tveimur höggum yfir pari.

Eins og áður sagði endaði Haraldur samtals á einu höggi yfir pari og endaði hann því einn í 29. sæti.

Hérna má sjá lokastöðuna í mótinu.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)