Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Haraldur Franklín lék best í Grafarholti
Haraldur Franklín Magnús.
Mánudagur 20. ágúst 2018 kl. 10:00

Haraldur Franklín lék best í Grafarholti

Opna Aukakrónur fór fram á Grafarholtsvelli á sunnudaginn við fínar aðstæður. Til mikils var að vinna en verðlaun voru veitt fyrir fimm efstu sætin í punktakeppni karla og kvenna sem og fyrir lægsta skor.

Atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús lék manna best í mótinu en hann kom inn á 66 höggum eða 5 höggum undir pari. Fyrir það fékk hann fimm daga ferð með Úrval Útsýn til El Plantio á Spáni.


Skorkort Haraldar.

Úrslitin úr mótinu urðu þessi:

Besta skor: Haraldur Franklín Magnús, 66 högg

Punkakeppni karla:

Árni B. Kvaran, 43 punktar
Þorsteinn Geirharðsson, 42 punktar
Svavar Gauti Stefánsson, 40 punktar
Guðni Þorsteinn Guðjónsson, 40 punktar
Siggeir Vilhjálmsson, 39 punktar

Punktakeppni kvenna:

Elín Jóhannsdóttir, 42 punktar
Arnfríður I. Grétarsdóttir, 39 punktar
Hafdís Alda Jóhannsdóttir, 39 punktar
Margrét Þorvaldsdóttir, 38 punktar
Anna Jódís Sigurbergsdóttir, 38 punktar

Nándarverðlaun:

2. braut - Guðmundur Ingvi - 0,86 m
6. braut - Stella Steingríms - 1,505 m
11. braut - Þorsteinn Geirharðs - 2,85 m
17. braut - Samúel Gunnarsson - 3,08 m

3. braut – Lengsta drive: Haraldur Franklín Magnús

18. braut – næstur holu í öðru höggi: Sigurður Fannar - 0,67

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)