Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Haraldur Franklín tók þátt í Meistaramóti GR í fyrsta sinn í langan tíma - og vann
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
miðvikudaginn 16. júlí 2025 kl. 17:10

Haraldur Franklín tók þátt í Meistaramóti GR í fyrsta sinn í langan tíma - og vann

Ásdís Rafnar klúbbmeistari kvenna Bráðabana þurfti til að knýja fram sigurvegara í meistaraflokkum karla og kvenna

Einn fjölmennasti og elsti golfklúbbur landsins, Golfklúbbur Reykjavíkur, hélt sitt meistaramót dagana 9-12. júlí og hugsanlega bar hæst að atvinnukylfingurinn Haraldur Franklín Magnús, tók þátt. Hann hafði sigur eftir bráðabana gegn Sigurði Bjarka Blumenstein og það þurfti líka bráðabana til að útkljá meistaramót kvenna, Ásdís Rafnar Steingrímsdóttir hafði betur gegn Þóru Sigríði Sveinsdóttur.

Haraldur hafði sex högga forskot á Sigurð Bjarka fyrir lokahringinn en sá síðarnefndi spilaði þá frábærlega og skilaði sér inn á 64 höggum. Haraldur spilaði „bara“ á 70 og því þurfti bráðabana og þar hafði Haraldur betur eins og áður sagði. Elvar Már Kristinsson lent í þriðja sæti, fimm höggum á eftir Haraldi og Sigurði.

Ásdís var þremur höggum á eftir Þóru fyrir lokahringinn en lék hann á 74 höggum, á móti 77 höggum Þóru og hafði betur í bráðabana. Gamla brýnið Ragnhildur Sigurðardóttir, lenti í 3. sæti.

Örninn 2025
Örninn 2025

Haraldur var ánægður að geta loksins tekið þátt í Meistaramóti GR.

„Ég er stoltur yfir því að vera klúbbmeistari GR árið 2025. Eftir spennandi lokadag enduðum við Sigurður Bjarki Blumenstein í bráðabana um sigurinn og hann féll mín megin að þessu sinni. Það er langt síðan ég náði að keppa á meistaramótinu fyrir minn uppáhalds klúbb og mér þykir því alveg einstaklega vænt um þennan sigur. Mig langar að þakka öllum GR-ingum fyrir frábært meistaramót, óska öðrum sigurvegurum hjartanlega til hamingju og um leið þakka mínum helstu styrktaraðilum fyrir að styðja vel við bakið á mér,“ skrifaði Haraldur á Facebook-síðu sinni.

Meistaramót GR - Meistara- og 1.flokkar kk og kvk.

Meistaramót GR - 2.fl kk&kvk og 50+lægstu

Meistaramót GR - Holtið-Holtið-Korpa

Meistaramót GR - Korpa-Korpa-Holtið