Fréttir

Haraldur með frábæran þriðja hring - kominn í toppbaráttu
Haraldur lék frábærlega í dag og er kominn í toppbaráttuna.
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
laugardaginn 16. október 2021 kl. 12:04

Haraldur með frábæran þriðja hring - kominn í toppbaráttu

Haraldur Franklín tók upp þráðinn þar sem hann endaði í gær og lék frábært golf á þriðja hring Emporada Challenge mótsins á Áskorendamótaröð Evrópu.

Haraldur gerði sér lítið fyrir og hóf hringinn með því að fá fimm fugla í röð og gaf þannig tóninn. Samtals fékk hann níu fugla á hringnum og tvo skolla, 64 högg því niðurstaðan. Eins og staðan er hefur hann lyft sér upp um 38 sæti og situr í 6. sæti mótsins ásamt öðrum.

Margeir golfkennsla
Margeir golfkennsla

Frábær frammistaða hjá Haraldi sem nú er aðeins einum góðum hring frá því að tryggja sig inn á lokamótið.

Staðan í mótinu