Örninn 2025
Örninn 2025

Fréttir

Haraldur missti aðeins flugið í lokahringnum
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 18. ágúst 2025 kl. 10:13

Haraldur missti aðeins flugið í lokahringnum

Haraldur Franklín Magnús lauk leik í 39. sæti á Vierumäki Finnish Challenge mótinu á Áskorendamótaröðinni sem fram fór í Finnlandi og lauk í gær. Haraldur endaði á sex höggum undir pari en hann missti aðeins taktinn í síðsta hringnum sem hann lék á tveimur yfir pari eftir að hafa verið átta undir eftir þrjá hringi.

Guðmundur Ágúst Kristjánsson komst ekki í gegnum niðurskurðinn en hann lék hringina tvo á einu höggi yfir pari, 74-71.

Haraldur er í 156. sæti á stigalistanum og Guðmundur Ágúst í því 225. Þeir félagar eru á biðlista fyrir næsta mót sem verður í Hollandi í vikunni.

Örninn 2025
Örninn 2025