Örninn #galvin 2
Örninn #galvin 2

Fréttir

Háskólagolfið: Andrea lék best í liði Colorado State
Andrea Bergsdóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 11. mars 2020 kl. 18:15

Háskólagolfið: Andrea lék best í liði Colorado State

Afrekskylfingarnir Andrea Bergsdóttir og Saga Traustadóttir voru á meðal keppenda á Juli Inkster Invitational mótinu sem fór fram í bandaríska háskólagolfinu dagana 9.-10. mars.

Lið þeirra, Colorado State, endaði í 12. sæti í mótinu en alls kepptu níu af 100 bestu liðum landsins í mótinu.

Andrea lék best í liði Colorado State og endaði í 23. sæti í einstaklingskeppninni. Hún lék hringina þrjá á 78, 72 og 74 höggum og lék því samtals á 8 höggum yfir pari. Saga lék á 75, 84 og 79 höggum og endaði í 64. sæti í einstaklingskeppninni.


Andrea lék best á öðrum hringnum.

Næsta mót hjá íslensku stelpunum er Hawkeye El Tigre Invitational mótið sem fer fram dagana 19.-21. mars.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.