Fréttir

Háskólagolfið: Andrea og Saga bestar í liði Colorado State
Saga Traustadóttir.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 10. september 2019 kl. 23:30

Háskólagolfið: Andrea og Saga bestar í liði Colorado State

Keppni í bandaríska háskólagolfinu er aftur farin af stað eftir sumarfrí. Meðal þeirra íslensku kylfinga sem leika í Bandaríkjunum þennan veturinn eru Andrea Bergsdóttir og Saga Traustadóttir en þær leika fyrir Colorado State háskólann.

Andrea og Saga voru báðar í liðinu þegar Colorado State keppti á Branch Law Firm mótinu sem fór fram í Albuquerque dagana 9.-10. september.

Saga endaði þar í 36. sæti í einstaklingskeppninni á 6 höggum yfir pari (73, 71, 78) og Andrea í 51. sæti á 10 höggum yfir pari (74, 77, 75). Andrea lék sérstaklega vel á par 5 holunum í mótinu þar sem hún lék að meðaltali á 4,83 höggum.

Íslensku stelpurnar áttu tvö bestu skor liðsins í mótinu en liðið endaði í 14. sæti af 15 liðum. Kent State skólinn fór með sigur af hólmi í mótinu en í þeim skóla léku þeir Bjarki Pétursson og Gísli Sveinbergsson síðustu fjögur ár.

Næsta mót hjá Andreu og Sögu er WSU Cougar Cup sem fer fram dagana 16.-17. september.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Icelandair - 21 jan 640
Icelandair - 21 jan 640