Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Arnar Geir lék vel í Oklahoma
Arnar Geir Hjartarson.
Laugardagur 15. september 2018 kl. 19:42

Háskólagolfið: Arnar Geir lék vel í Oklahoma

Arnar Geir Hjartarson, GSS, lék á dögunum í fyrsta móti tímabilsins í bandaríska háskólagolfinu með liði sínu, Missouri Valley College.

Arnar er á sínu þriðja ári í skólanum og hefur komist í lið skólans í flestum mótum. Hann sigraði meðal annars á einu móti í fyrra.

Fyrsta mót tímabilsins í ár fór fram á Lincoln Park golvellinum í Oklahoma en leiknar voru 36 holur fyrri daginn og 18 þann seinni. Arnar lék samtals á 2 höggum yfir pari (69,72,74) og endaði í 17. sæti af 81 í einstaklingskeppninni.

Lið Arnars endaði í 3. sæti sem er flottur árangur en um er að ræða eitt sterkasta mótið í deildinni sem skólinn spilar í. Mynd af liðinu má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)