Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Háskólagolfið: Gísli endaði í 58. sæti á Boilermaker Invitational
Gísli Sveinbergsson.
Mánudagur 15. apríl 2019 kl. 16:00

Háskólagolfið: Gísli endaði í 58. sæti á Boilermaker Invitational

Gísli Sveinbergsson, GK, var á meðal keppenda á Boilermaker Invitational mótinu sem fór fram í bandaríska háskólagolfinu dagana 13.-14. apríl.

Leiknir voru tveir hringir í mótinu en þriðji hringurinn, sem fara átti fram þann 14. apríl, var felldur niður vegna veðurs.

Gísli lék hringina tvo á 5 höggum yfir pari og endaði í 58. sæti í einstaklingskeppninni. Lið Gísla, Kent State, varð í 12. sæti í mótinu og var Gísli á fjórða besta skorinu í sínu liði.


Skorkort Gísla á öðrum hringnum.

Næsta mót hjá Gísla og Kent State fer fram dagana 19.-20. apríl.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)