Fréttir

Háskólagolfið: Heiðrún í 40. sæti á sínu fyrsta móti
Heiðrún Anna Hlynsdóttir.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 18. september 2019 kl. 13:23

Háskólagolfið: Heiðrún í 40. sæti á sínu fyrsta móti

Heiðrún Anna Hlynsdóttir lauk í gær leik á Glass City Invitational mótinu sem er hluti af bandaríska háskólagolfinu. Þetta var hennar fyrsta mót í háskólagolfinu en hún hóf nám við Coastal Carolina háskólann nú á haustdögum.

Heiðrún var að leika fínt golf á lokahringnum og var til að mynda á pari vallar eftir 15 holur. Slæmur lokakafli þar sem hún fékk skramba og skolla gerði það að verkum að hún endaði hringinn á 75 höggum. Lokahringinn lék hún því á þremur höggum yfir pari og mótið á átta höggum yfir pari. Hún endaði mótið jöfn í 40. sæti.

Lið hennar endaði í 11. sæti af 13 liðum á samtals 49 höggum yfir pari. Heiðrún var á besta skori liðsins ásamt einum liðsfélaga sínum.

Lokastöðu mótsins má nálgast hérna.