Fréttir

Hatton vann rúmlega 1,5 milljón meira en næsti kylfingur
Tyrrell Hatton.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 12. nóvember 2019 kl. 19:00

Hatton vann rúmlega 1,5 milljón meira en næsti kylfingur

Eins og kom fram í gær fékk Tyrrell Hatton 2 milljónir dollara að launum fyrir sigur sinn á Turkish Airlines Open mótinu sem lauk á sunnudaginn á Evrópumótaröðinni.

Í Bandaríkjunum eru aðeins þrjú mót á þessu ári sem borguðu meira en það voru Masters mótið ($2.07 milljónir), Opna bandaríska meistaramótið ($2,25 milljónir) og Players Championship ($2,25 milljónir).

Mótið verður samt ekki aðeins minnst fyrir hátt verðlaunafé því munurinn á hæstu útborgun og þeirri næstuhæstu eru umtalsverður og er ástæðan fyrir því einföld. Sex kylfingar fóru í bráðbana um sigurinn. Annað sætið átti að á $828.000 dollara en þess í stað fengu fimm kylfingar $429.302,35 þúsund hver. Kylfingurinn í sjöunda sæti fékk $161.116,75.

Það var því að miklu að vinna fyrir þessa sex kylfinga og var það eins og áður kom fram Tyrrell Hatton sem fagnaði sigri. Hinir kylfingarnir voru þeir Benjamin Hebert, Kurt Kitayama, Victor Perez, Matthias Schwab og Erik Van Rooyen.