Fréttir

Haukadalsvöllur opnaður á ný
Haukadalsvöllur hefur verið opnaður að nýju
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
þriðjudaginn 20. júlí 2021 kl. 10:13

Haukadalsvöllur opnaður á ný

Haukadalsvöllur við Geysi hefur verið opnaður á ný eftir nokkurra ára lokun. Völlurinn vakti mikla athygli þegar hann var opnaður fyrir um 15 árum fyrir einstakt landslag og skemmtilega uppsetningu.

Undanfarin ár hefur verið unnið við endursáningar og umhirðu eftir slæmar kalskemmdir. Stefnt er að því að að koma vellinum  í sama horf og hann var í áður.

Völlurinn var opnaður 5. júlí og hefur umferð um völlinn farið jafnt og þétt vaxandi.

Eigendur og rekstraraðilar segjast afskaplega ánægðir og þakklátir fyrir þann áhuga sem vellinum er sýndur og segja gott til þess að vita að hann er ekki gleymdur.

Völlurinn er í einstaklega fallegu umhverfiVöllurinn er nú rekinn í samstarfi við eigendur Hótel Geysis og snýr hann nú eins og hann gerði í upphafi þegar hann var opnaður fyrir 15 árum síðan, byrjað og endað við Geysissvæðið.
Klúbbhúsið hefur aftur verið flutt í gamla golfskálann við hlið Hótel Geysis þar sem í dag er rekið hótelið Litli-Geysir.

Unnið er að því að koma vellinum inn í rástímaskráningarkerfið á GolfBox, en þangað til það hefst má hafa samband í klúbbhús/Hótel Litli Geysir í síma 790 6800 og eða á tölvupóstfangið [email protected] .  Völlurinn er frábær kostur fyrir hópa sem vilja gera sér dagamun og leika einstakan völl, borða góðan mat og nýta sér skemmtilega gistingu á eftir.