Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Haustlitirnir á Masters
Tiger bauð Bryson DeChambeau að koma með sér í æfingahring sem hann og þáði. Hér eru félagarnir saman á æfingaflötinni.
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 9. nóvember 2020 kl. 22:27

Haustlitirnir á Masters

Masters mótið hefur alla tíð farið fram í apríl mánuði en vegna Covid-19 var því seinkað og verður haldið 12.-15. nóvember, að sjálfsögðu á Augusta National vellinum. Þetta er eina risamótið sem haldið er á sama vellinum ár eftir ár.

Augusta völlurinn er með mjög takmarkaða aðild og lang flestir sjá bara völlinn þegar Masters fer fram og lang flestir bara úr fjölmiðlum. Undirbúningur hefur verið mikill fyrir mótið því blómin og trjágróður sem er í blóma í apríl á Augusta vellinum er núna í haustlitunum. Nánast engar myndir hafa birst því fjölmiðlar hafa ekki enn fengið að koma á svæðið þegar þetta er skrifað á mánudegi fyrir mótið. Mótshaldarar hafa þó sýnt eitthvað af myndum á heimasíðu Masters og sýnt eitthvað á samfélagsmiðlum. Hér kemur eitthvað frá þeim miðlum.

Myndagallerí frá mánudegi í Masters-viku.