Heiðrún Anna hefði ekki átt að keppa skv. læknisráði
Heiðrún Anna Hlynsdóttir úr Golfklúbbi Selfoss, var búin að vera á meðal heitari kvenkylfinga landsins fram að Íslandsmóti og fékk einmitt verðlaun fyrir að vera Stigamótsmeistari GSÍ árið 2025, á lokahófi Íslandsmótsins. Heiðrún taldi sig því koma á góðri siglingu í Íslandsmótið en í sveitakeppninni helgina fyrir Íslandsmótið, lenti hún í álagsmeiðslum, er með brot í rist, meiðsli sem sumir vilja kalla „Beckham-brot“. Þrátt fyrir ráðleggingar lækna lét Heiðrún slag standa og stóð sig framar eigin væntingum í mótinu, hún var ekki viss um að ná að klára mótið vegna meiðslanna.
Kylfingur hitti Heiðrúnu á æfingasvæðinu áður en haldið var í lokahringinn.