Fréttir

Heimslisti karla: Scott á meðal 10 efstu að nýju
Adam Scott.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 17. febrúar 2020 kl. 09:05

Heimslisti karla: Scott á meðal 10 efstu að nýju

Rory McIlroy heldur efsta sætinu á ný uppfærðum heimslista en þetta er önnur vikan í röð sem McIlroy vermir efsta sætið. Á ferlinum hefur hann verið í efsta sætinu í samtals 97 vikur og er hann því orðinn jafn Nick Faldo í þriðja sæti yfir þá kylfinga sem hafa verið lengst í efsta sætinu.

Brokks Koepka er enn í þriðja sætinu og er bilið milli hans og McIlroy núna orðið rétt tæplega hálft stig. McIlroy er með að meðaltali 9,29 stig á meðan Koepka er með 8,8 stig að meðaltali.

Við sigurinn á Genesis Invitational mótinu í gær fer Adam Scott upp um sjö sæti og er hann nú kominn í sjöunda sæti listans en tæplega þrjú ár eru síðan Scott var svona ofarlega á listanum. Þessi fyrrum efsti maður heimslistan hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið en hann var til að mynda kominn í 82. sæti heimslistan 15. júlí árið 2019. Gott gengi síðastliðna tvö mánuði hefur skilað sér þar sem hann hefur meðal annars unnið tvö mót á stuttum tíma og hefur það komið honum aftur á meðal bestu kylfinga heims.

Heimslistann í heild sinni má sjá hérna.