Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti karla: Bjerregaard kominn upp í 55. sæti
Lucas Bjerregaard.
Mánudagur 8. október 2018 kl. 12:23

Heimslisti karla: Bjerregaard kominn upp í 55. sæti

Daninn Lucas Bjerregaard sigraði á Alfred Dunhill Links Championship mótinu sem fór fram á Evrópumótaröð karla um helgina. 

Um er að ræða annan sigurinn hans á Evrópumótaröðinni en hann sigraði einnig á Portugal Masters mótinu í fyrra.

Fyrir vikið fór Bjerregaard upp um 37 sæti á heimslista karla sem var uppfærður eftir mót helgarinnar á særstu mótaröðum heims. Bjerregaard situr nú í 55. sæti en hann var í 188. sæti í byrjun árs.

Á PGA mótaröðinni stóð Kevin Tway uppi sem sigurvegari í fyrsta skiptið á ferlinum. Hann er nú kominn upp í 85. sæti en var í 138. sæti fyrir helgina.

Engar breytingar urðu á 10 efstu sætunum. Dustin Johnson er enn efstur, Justin Rose í öðru sæti og Brooks Koepka í því þriðja.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslistanum.


Kevin Tway sigraði á Safeway Open mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)