Heimslisti karla: Fimm kylfingar 23 ára og yngri á meðal 25 efstu | Aldrei gerst áður
Það hefur verið mikið rætt um 2019 árganginn af atvinnukylfingum en gerðust þeir Collin Morikawa, Viktor Hovland og Matthew Wolff atvinnumenn. Þeir náðu fljótt góðum árangri á PGA mótaröðinni og hafa þeir allir til að mynda unnið mót á mótaröðinni.
Kylfingar sem gleymist stundum að nefna í sama hópi og þessi þrír kylfingar eru þeir Sungjae Im og Joaquin Niemann. Þessir fimm kylfingar eiga það sameiginlegt að vera allir 23 ára gamlir eða yngri og eftir mót helgarinnar eru þeir allir á meðal 25 efstu á heimslistanum.
Þetta er í fyrsta skipti í sögu listans sem fimm kylfingar sem eru 23 ára eða yngri sem eru á meðal 25 efstu.
Morikawa er 23 ára gamall og er hann í fjórða sæti listans. Næstur honum er Hovland sem er einni 23 ára gamall og situr hann í 14. sætinu. Wolff er sæti neðar í 15. sætinu og er hann aðeins 21 árs. Im og Niemann eru svo báðir 22 ára gamlir og eru þeir í sætum 18 og 25 á heimslistanum.
Þess má til gamans geta að Wolff var aðeins níu ára gamall þegar efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni.