Fréttir

Heimslisti karla: Hatton ýtir Koepka út af topp 10
Tyrrell Hatton.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 12. október 2020 kl. 20:57

Heimslisti karla: Hatton ýtir Koepka út af topp 10

Tyrrell Hatton kann greinilega vel við sig á stóru mótunum á Evrópumótaröð karla. Nú um helgina vann hann BMW PGA Championship mótið sem er stærsta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Þetta var fimmta mótið sem hann vinnur á mótaröðinni og hafa nú þrjú þeirra verið hluti af Rolex mótunum. Sigurinn nú um helgina þýðir einnig að Hatton er í fyrsta skipti á ferlinum kominn inn á topp 10 á heimslistanum. Fyrir vikið er Brooks Koepka, sem var í efsta sæti listans í byrjun árs, kominn í 11. sætið.

Dustin Johnson er sem fyrr í efsta sætinu listans og hefur hann nú verið þar samfleytt í átta vikur og í heildina hefur hann verið í efsta sætinu í 99 vikur. Hann vantar aðeins sjö vikur til viðbótar til að jafna við Rory McIlroy sem situr í þriðja sætinu með 106 vikur yfir þá kylfinga sem hafa setið lengst á toppi heimslistans.

Martin laird vann sitt fyrsta mót á PGA mótaröðinni í sjö ár þegar að hann bar sigur úr býtum í gær. Hann var í 351. sæti fyrir helgina er nú kominn upp í 88. sætið. Við sigurinn fór hann því upp um heil 263. sæti.

Hérna má sjá heimslistann í heild sinni.