Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti karla: Johnson aftur kominn upp í efsta sætið
Dustin Johnson.
Mánudagur 11. júní 2018 kl. 08:17

Heimslisti karla: Johnson aftur kominn upp í efsta sætið

Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson komst aftur upp í efsta sæti heimslistans í dag eftir frábæran sigur á FedEx St. Jude Classic mótið sem fór fram um helgina á PGA mótaröðinni.

Johnson hafði misst efsta sætið til samlanda síns, Justin Thomas, eftir Players mótið í maí. Thomas náði því einungis að dvelja í efsta sætinu í 4 vikur áður en Johnson tók sætið til baka.

Johnson hefur nú verið í efsta sæti heimslistans í 65 vikur í heildina sem er 5. besti árangur kylfings frá stofnun heimslistans. Um næstu helgi fer fram Opna bandaríska mótið sem er eina risamótið sem Johnson hefur sigrað á en hann er talinn sigurstranglegastur að þessu sinni.

Lengsta dvöl kylfinga í efsta sæti heimslistans:

1. Tiger Woods 683 vikur
2. Greg Norman 331 vika
3. Nick Faldo 97 vikur
4. Rory McIlroy 95 vikur
5. Dustin Johnson 65 vikur
6. Seve Ballesteros 61 vika
7. Luke Donald 56 vikur
8. Jason Day 51 vika
9. Ian Woosnam 50 vikur
10. sæti Nick Price 44 vikur

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)