Heimslisti karla: Lowry kominn upp í 17. sæti
Írinn Shane Lowry er kominn upp í 17. sæti heimslista karla eftir sigurinn á Opna mótinu sem fór fram um helgina. Lowry, sem var í 33. sæti fyrir helgina, fer upp fyrir kylfinga á borð við Paul Casey, Adam Scott, Jason Day og fleiri góða á listanum.
Lowry hafði áður sigrað á fjórum mótum á Evrópumótaröð karla en aldrei á jafn stóru móti og um helgina. Hann hefur nú sigrað á tveimur mótum á tímabilinu og hefur fyrir vikið farið upp um 58 sæti á árinu.
Litlar breytingar urðu á efstu sætunum og situr Brooks Koepka sem fastast í efsta sætinu með 11,47 stig, tæplega tveimur stigum á undan Dustin Johnson sem er annar.
Hér er hægt að sjá heimslista karla í heild sinni.
Staða efstu kylfinga á heimslista karla þann 22. júlí 2019:
| 1 | Brooks Koepka | 11.4709 | 
| 2 | Dustin Johnson | 9.5002 | 
| 3 | Rory McIlroy | 8.4043 | 
| 4 | Justin Rose | 8.2114 | 
| 5 | Tiger Woods | 7.0376 | 
| 6 | Francesco Molinari | 6.5662 | 
| 7 | Bryson DeChambeau | 6.4355 | 
| 8 | Jon Rahm | 6.3997 | 
| 9 | Justin Thomas | 6.2543 | 
| 10 | Patrick Cantlay | 5.9986 | 
 
	
				 
					 
						 
						 
						 
						 
						 
						
 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				