Fréttir

Heimslisti karla: Na upp um 16 sæti
Kevin Na. Mynd: golfsupport.nl
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 7. október 2019 kl. 12:00

Heimslisti karla: Na upp um 16 sæti

Bandaríkjamaðurinn Kevin Na er kominn upp í 24. sæti heimslista karla eftir sigurinn á Shriners Hospitals for Children Open sem fór fram um helgina á PGA mótaröðinni. Fyrir helgi var Na í 40. sæti og nálgast hann nú sína bestu stöðu á heimslistanum. Hæst hefur Na komist upp í 19. sæti heimslistans en hann náði þeim árangri árið 2015.

Na hafði betur gegn Patrick Cantlay í bráðana um sigur í mótinu. Cantlay fer einnig upp listann og situr hann nú í 6. sæti. Á sama tíma heldur Tiger Woods áfram að fara niður heimslistann og er hann nú í 9. sæti.

Sigurvegari helgarinnar á Evrópumótaröð karla, Jon Rahm, fer upp í 4. sæti heimslistans og nálgast nú Dustin Johnson sem situr í 3. sæti. Rahm var í 5. sæti fyrir helgina.


Staða efstu manna á heimslista karla sem var uppfærður 6. október 2019.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla.