Prósjoppan
Prósjoppan

Fréttir

Heimslisti karla: Rory nálgast Koepka
Rory McIlroy
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 4. nóvember 2019 kl. 08:30

Heimslisti karla: Rory nálgast Koepka

Nýr heimslisti karla var birtur í gær að loknum mótum helgarinnar. Rory McIlroy, sem sigraði á HSBC Chamions heimsmótinu, situr enn í 2. sæti listans en nálgast Brooks Koepka óðfluga. Aðeins munar rúmlega einu stigi á þeim McIlroy og Koepka en sá síðarnefndi hefur nú setið í efsta sæti listans í 25 vikur samfleytt og samtals í 34 vikur.

Aðeins ein breyting er á efstu 10 kylfingunum en Tiger Woods fellur niður um eitt sæti milli vikna og situr nú í 7. sæti. Á móti færist Patrick Cantlay upp um eitt sæti og situr í 6. sæti listans.

Brendon Todd, sem sigraði á aukamóti helgarinnar á PGA mótaröðinni, fer upp um 340 sæti og situr nú í 185. sæti listans. Todd hefur ekki unnið mót á PGA mótaröðinni í rúm fimm ár en þetta var annar sigur hans á mótaröðinni. 

Hér má sjá listann í heild sinni.