Fréttir

Heimslisti karla: Wiesberger heldur áfram að færa sig ofar
Bernd Wiesberger.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 15. júlí 2019 kl. 18:30

Heimslisti karla: Wiesberger heldur áfram að færa sig ofar

Heimslisti karla hefur verið uppfærður eftir mót helgarinnar og eru það sigurvegarar helgarinnar sem taka stórt stökk upp listann. 

Sem fyrr er það Brooks Koepka sem situr í efsta sætinu en hann hefur nú verið þar í samtals 18 vikur. Hann nálgast óðfluga Lee Westwood á lista yfir kylfinga sem lengst hafa setið í efsta sætinu en Westwood sat á sínum tíma í 22 vikur í efsta sætinu. Dustin Johnson og Rory McIlroy eru báðir enn á sínum stað í öðru og þriðja sætinu. Staða 10 efstu mann má sjá hér að neðan.

Bernd Wiesberger hefur leikið vel það sem af er ári en hann vann um helgina sitt annað mót á árinu þegar hann fagnaði sigri á Scottish Open mótinu. Hann er nú kominn í 40. sæti heimslistans eftir að hafa verið í 83. sæti fyrir helgina og í byrjun árs var hann í 185. sæti.

Dylan Frittelli fagnaði um helgina sínum fyrsta sigri á PGA mótaröðinni með sigri á John Deere Classic mótinu. Hann er nú kominn í 92. sætið eftir að hafa verið í 133. sæti fyrir helgina

Heimslistann í heild sinni má sjá hérna.


Dylan Frittelli.