Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti karla: Woods á meðal 10 efstu
Tiger Woods.
Mánudagur 15. apríl 2019 kl. 10:00

Heimslisti karla: Woods á meðal 10 efstu

Nýr heimslisti karla var birtur í gær að loknu Masters mótinu. Sigurvegari mótsins, sjálfur Tiger Woods, er nú aftur kominn á meðal 10 bestu kylfinga heims en hann fer upp um 6 sæti frá síðustu viku og situr í 6. sæti listans.

Aftur hafa efstu tveir kylfingarnir sætaskipti og er það nú Dustin Johnson sem vermir efsta sætið en Justin Rose situr í 2. sæti. Brooks Koepka og Rory McIlroy hafa einnig sætaskipti en Koepka situr nú í 3. sæti á meðan McIlroy skipar 4. sætið.

Hér má sjá listann í heild sinni.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)