Fréttir

Heimslisti karla: Wu fer upp um 174 sæti
Ashun Wu.
Mánudagur 17. september 2018 kl. 10:00

Heimslisti karla: Wu fer upp um 174 sæti

Atvinnukylfingurinn Ashun Wu varð um helgina fyrsti Kínverjinn til að vinna þrisvar á evrópsku mótaröðinni þegar hann sigraði á KLM Open sem fór fram í Hollandi.

Fyrir vikið fer Wu upp um 174 sæti á heimslista karla í golfi og situr nú í 170. sæti. Best hefur hann verið í 120. sæti á ferlinum.

Þrátt fyrir að ekki hafi farið fram mót á PGA mótaröðinni um helgina urðu tvær breytingar á efstu 10 sætum heimslistans. Brooks Koepka er aftur kominn í 2. sætið og hefur hann sætaskipti við Dustin Johnson.

Þá er Rory McIlroy kominn upp í 5. sæti en hann fór upp fyrir Francesco Molinari á uppfærðum lista.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista karla.

1. Justin Rose
2. Brooks Koepka
3. Dustin Johnson
4. Justin Thomas
5. Rory McIlroy
6. Francesco Molinari
7. Jon Rahm
8. Bryson DeChambeau
9. Rickie Fowler
10. Jordan Spieth

Ísak Jasonarson
[email protected]