Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Heimslisti kvenna: Dam á meðal 100 efstu
Anne van Dam.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 3. desember 2019 kl. 10:00

Heimslisti kvenna: Dam á meðal 100 efstu

Hollenski kylfingurinn Anne van Dam er komin upp í 95. sæti heimslista kvenna í golfi eftir sigurinn um helgina á Andalucia Open de Espana á Evrópumótaröð kvenna.

Van Dam komst hæst í 63. sæti fyrr í ár en hafði fallið niður í 113. sæti þegar að móti helgarinnar kom.

Ein breyting varð á 10 efstu sætum heimslistans, Jeongeun Lee6 færist upp í 8. sæti á meðan Minjee Lee fer niður í 9. sæti.

Jin Young Ko er sem fyrr í efsta sætinu og hefur nú vermt efsta sætið í 31 viku sem er sjötti besti árangur frá stofnun listans árið 2006.

Staða efstu kylfinga heims:

Hér er hægt að sjá heimslista kvenna í heild sinni.