Fréttir

Heimslisti kvenna: Kyriacou tekur stórt högg eftir sigur helgarinnar
Stephanie Kyriacou.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 24. febrúar 2020 kl. 19:04

Heimslisti kvenna: Kyriacou tekur stórt högg eftir sigur helgarinnar

Ástralski áhugakylfingurinn Stephanie Kyriacou gerði sér lítið fyrir og fagnaði sigri á Geoff King Motors Australian Ladies Classic Bonville mótinu sem kláraðist í gærmorgun á Evrópumótaröð kvenna. Þessi 19 ára Ástrali vann mótið með hvorki meira né minna en átta höggum.

Þrátt fyrir að vera enn áhugakylfingur þá er Kyriacou komin upp í 287. sæti heimslistans eftir sigurinn. Fyrir helgi var hún í 547. sæti og fer hún því upp um 260 sæti.

Það er sem fyrr Jin Young Ko sem er í efsta sætinu og er forysta hennar orðin rúmlega 2,5 stig. Ko er með að meðaltali 8,55 stig á meðan Nelly Korda, sem situr í öðru sætinu, er með 5,89 stig.

Ko hefur nú setið í efsta sætinu samfleytt í 29 vikur en samtals hefur hún verið þar í 41 viku og er hún í sjötta sæti yfir þá kylfinga sem hafa setið þar lengst.

Staða 10 efstu kvenna má sjá hér að neðan en listann í heildi sinni má nálgast hérna.