Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Heimslisti kvenna: Lopez upp um 12 sæti
Gaby Lopez.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 20. janúar 2020 kl. 23:12

Heimslisti kvenna: Lopez upp um 12 sæti

Sigurvegari helgarinnar á LPGA mótaröðinni, Gaby Lopez, fer upp um 12 sæti á nýjum heimslista kvenna í golfi sem var uppfærður á mánudaginn.

Lopez situr nú í 44. sæti heimslistans og hefur aldrei verið jafn ofarlega. Lopez hafði áður sigrað á einu LPGA móti þegar kom að móti helgarinnar.

Jin Young Ko er sem fyrr í efsta sætinu en ein breyting varð á 10 efstu sætunum þegar þær Nasa Hataoka og Sei Young Kim höfðu sætaskipti í 5. og 6. sæti.

Íslensku stelpurnar þrjár sem eru á heimslista kvenna fara allar niður listann á milli vikna. Valdís Þóra Jónsdóttir fór niður um 4 sæti og situr nú í 611. sæti, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir fór niður um 14 sæti og er í 826. sæti og Guðrún Brá Björgvinsdóttir situr í 872. sæti.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista kvenna.