Fréttir

Heimslisti kvenna: Ólafía fer upp um tvö sæti
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir.
Þriðjudagur 11. september 2018 kl. 10:17

Heimslisti kvenna: Ólafía fer upp um tvö sæti

Heimslisti kvenna í golfi var uppfærður nýlega eftir mót helgarinnar á nokkrum af sterkustu mótaröðum heims. Ekki var leikið á LPGA mótaröðinni og urðu því litlar breytingar á stöðu efstu kylfinga.

Sung Hyun Park er sem fyrr í efsta sætinu. Hún er með ágæta forystu á toppi listans en Ariya Jutanugarn er önnur. Ein breyting varð á 10 efstu sætunum þar sem Georgia Hall fór upp fyrir Brooke M. Henderson.

Af íslensku kylfingunum trónir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir sem fyrr á toppnum en hún er í 284. sæti eftir fínan árangur á LET mótaröðinni um helgina. Ólafía fer upp um tvö sæti á milli vikna.

Valdís Þóra fer niður um 8 sæti milli vikna og situr nú í 378. sæti. Valdís komst ekki í gegnum niðurskurðinn á LET mótaröðinni um helgina.

Þriðji íslenski kylfingurinn á heimslistanum er svo Guðrún Brá Björgvinsdóttir. Hún situr í 1134. sæti, fjórum sætum ofar en fyrir helgi.

Hér er hægt að sjá stöðuna á heimslista kvenna.

Ísak Jasonarson
[email protected]