Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Heimslisti kvenna: Sigurvegari helgarinnar upp í 4. sæti
Jin-Young Ko.
Mánudagur 25. mars 2019 kl. 23:11

Heimslisti kvenna: Sigurvegari helgarinnar upp í 4. sæti

Jin-Young Ko, sem sigraði á Founders Cup mótinu á LPGA mótaröðinni um helgina, er komin upp í 4. sæti á nýuppfærðum heimslista kvenna í golfi.

Ko fer upp um 5 sæti milli vikna og hefur aldrei verið jafn ofarlega. Kemur það í kjölfar frábærrar spilamennsku en hún hefur nú þegar endað þrisvar í topp-3 í mótum ársins.

Sung Hyun Park er sem fyrr í efsta sætinu en hún endaði í 14. sæti á Founders Cup mótinu.

Staða efstu kylfinga á heimslista kvenna í golfi:

1. Sung Hyun Park
2. Ariya Jutanugarn
3. Minjee Lee
4. Jin-Young Ko
5. So Yeon Ryu
6. Nelly Korda
7. Nasa Hataoka
8. Inbee Park
9. Lexi Thompson
10. Carlota Ciganda

Heimslisti kvenna í golfi.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)