Heitasti kylfingur ársins tapaði í bráðbana
Það var Englendingaeinvígi í næst síðasta móti tímabilsins á DP World mótaröðinni í Abu Dhabi. Besti kylfingur ársins, Tommy Fleetwood tapaði gegn Aaron Rai í bráðabana um sigurinn á HSBC mótinu. Lokamót ársins verður í vikunni í Dubai. Rory Mcilroy er á toppi stigalistans.
Rai var með högg í forskot fyrir lokahringinn í blíðunni í Abu Dhabi en hann hvarf fljótt og Fleetwood tók forystuna. Rai kom til baka og þegar þeir komu á 18. holuna, þá síðustu í mótinu voru þeir jafnir. Þeir settu hvorugir niður fuglapútt og enduðu jafnir eftir hana og fóru því í bráðabana. Aftur voru þeir í svipuðum málum á 18. flöt, 4-5 metra frá holu. Aftur missti Fleetwood en nú setti Rai púttið niður og tryggði sér sigur gegn heitasta kylfingi ársins. Fleetwood stóð uppi sem sigurvegari á PGA mótaröðinni eftir sigur í FedEx úrslitakeppninni í ágúst.
Rory Mcilroy átti hring dagsins en hann lék á 10 höggum undir pari, 62 höggum. Það dugði honum í 3.-4. sæti en Rory er efstur á stigalistanum og freistar þess að tryggja sér stigameistaratitilinn í sjöunda sinn. Hann helsti keppinautur, Marco Penge, sem hefur átti frábært ár, lék líka frábært golf á lokahringnum, höggi verr en Rory, 63 höggum, er á hæla Norður Írans í stigakeppninni, Race to Dubai, og ljóst að úrslitin munu ráðast í síðsta móti ársins. Það fer að venju fram á Jumeirah golfsvæðinu í Dubai í lok vikunnar. Þar keppa fimmtíu efstu á stigalistanum um stærstu verðlaun ársins.
Bráðabaninn fór fram á 18. braut
EVERY SHOT from the Aaron Rai 🆚 Tommy Fleetwood play-off 🎥#ADGolfChamps | #RolexSeries pic.twitter.com/UJmISR9pdJ
Fimm bestu högg mótsins
Five of the best from Abu Dhabi last week 👀@DP_World | #ADGolfChamps pic.twitter.com/z06kO8qGLh

