Fréttir

Hélt að lífið á PGA væri auðvelt - annar sigurinn kom eftir 158 mót
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
mánudaginn 3. október 2022 kl. 10:28

Hélt að lífið á PGA væri auðvelt - annar sigurinn kom eftir 158 mót

Lífið á bestu mótaröðum heims getur verið mis gott en Kanadamaðurinn Mackenzie Huges sigraði á sínu fimmta móti þegar hann komst á PGA mótaröðina fyrir sex árum og fékk þá flugu í höfuðið að það væri nú ekki flókið að vinna mót. Hann þurfti reyndar síðan að leika á 158 mótum til viðbótar til að vinna aftur en Huges sigraði á Sanderson Farms mótinu sem fram fór í Mississippi.

Huges þurfti þó að hafa fyrir sigrinum og fleiri í baráttunni um toppsætið. Hann endaði á -17 eins og Austuríkismaðurinn Sepp Straka en Huges hafði betur í bráðabana með því að setja niður pútt fyrir fugli á 18. braut sem þeir þurftu að leika tvisvar til að fá úrslit. Straka tapaði í bráðabana í annað sinn í sínum fjórum síðustu mótum.

Lokastaðan.