Fréttir

Hettupeysa Hatton skapar miklar umræður
Tyrrell Hatton.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 13. október 2020 kl. 18:08

Hettupeysa Hatton skapar miklar umræður

Tyrrell Hatton fagnaði sigri á BMW PGA Championship mótinu á sunnudaginn á Evrópumótaröðinni en þetta er stærsta mót ársins sem eingöngu er haldið af Evrópumótaröðinni. Hann gerði þetta og klæddist hann hettupeysu mest allt mótið.

Þrátt fyrir að þetta sé ekki fyrsta skiptið sem kylfingur klæðist hettupeysu þá er þetta í fyrsta skipti sem kylfingur gerir það og vinnur þetta stórt mót. Því hefur skapast töluverð umræða um peysuna.

Einn golfklúbbur á Englandi, Wearside golfvöllurinn, hefur í framhaldinu af allri umræðunni gefið það út, bæði á heimasíðu sinni og Twitterreikningi sínum, að það verði ekki leyfilegt að klæðast hettupeysu líkt og það er ekki leyfilegt að klæðast rifnum tískugallabuxum.

Svo virðist vera sem flestir sýna þessu þó mikinn skilning og skilja ekki vinnubrögð Wearside golfklúbbsins. Einhverjir meðlimir hafa tjáð sig um málið og segjast munu leita annað verði þessar reglur ekki afturkallaðar.