Hlynur Geir og Erla Rún klúbbmeistarar GOS 2025
Fyrsta 14 holu Meistarmót GOS fór fram í síðustu viku og lauk um miðjan dag á laugardaginn eftir hörku keppni mest alla vikuna. Klúbbmeistarar voru þau Hlynur Geir Hjartarson sem setti nýtt vallarmet á laugardeginum og Erla Rún Kaaber sem sigraði 1.flokk kvenna eftir æsispennandi keppni. Þessu var svo að sjálfsögðu fagnað um kvöldið í troðfullum Skálanum. Takk allir fyrir frábært Meistaramót. Kíkjum aðeins yfir hvern flokk fyrir sig.

Meistaraflokkur karla
Hlynur Geir byrjaði mótið á erni á 1.braut sem er alvöru byrjun á Meistaramóti. Meistaraflokkurinn var engu að síður í járnum eftir fyrstu tvo dagana eða þar til Hlynur setti nýtt vallarmeti á þriðja hring, 50 högg af hvítum teigum og það þrátt fyrir að hafa verið +2 eftir fimm holur.
Heiðar Snær og Aron Emil voru jafnir í 2. - 3. sæti samanlagt +1 yfir allt mótið. Það er auðvitað brekka fyrir pjakkana að eiga við Hlyn enda kenndi hann þeim (næstum) allt sem hann kann í golfi.

𝟏. flokkur kvenna
Það var spenna allt mótið hjá stelpunum en toppbaráttan var einvígi milli Erlu Rúnar og Katrínar Emblu. Þær voru báðar mjög stöðugar út mótið en á endanum hafði Erla betur og er klúbbmeistari GOS 2025. Innilega til hamingju með sigurinn Erla.
Hlynur Geir á auðvitað einnig þó nokkuð í golfuppeldinu hjá þessum tveimur af efnilegustu kylfingum klúbbins, hann á reyndar annan þeirra bókstaflega!
𝟏. flokkur karla
Birgir Ottesen fór inn í lokahringinn með fjögur högg á næsta mann og rétt svo hélt velli, Guðmundir Sig saxaði það forskot niður í eitt högg og hlóð í fugl á lokaholunni en allt kom fyrir ekki.
Níu pör í röð á síðustu níu holunum skiluðu Ása Sigmars svo í þriðja sætið, spilamennska langt yfir getu þar á lokametrunum.
𝟏. flokkur kvenna 𝟓𝟎+
Ef að þið heyrðuð háværan og nokkuð stöðugan hlátur á lokahófinu á var það Helena Guðmunds sem vann gæsilegan sigur í 1.flokk kvenna 50 ára og eldri. Þrusu golf alla dagana hjá okkar allra bestu. Bríet Þorsteins endaði í 2.sæti en Jóhanna systir hennar fór í bráðabana um þriðja sætið við Svövu Skúla sem Svava tók og komast því á pall.
𝟐. flokkur karla
Það voru sviptingar í 2.flokki karla sem enduðu þannig að Fannar Ársæls stóð uppi sem sigurvegari, hann er vonandi púllari eins og pabbi sinn og vel að sigrunum kominn eftir nokkuð jafnt golf út mótið.
Það tók því ekkert að fylgjast með fuglunum hjá Böðvari Þóris á lokadeginum eins og búið var að benda á, hann fékk engan fugl en kom sér engu að síður upp í 2.sætið. Böðvar fylgist bara sjálfur með fuglunum.
Hilmar Leó Guðmundsson komst svo á pall með þeim félögunum. Vel gert allir en þetta var fjölmennasti flokkurinn í mótinu.
𝟐. flokkur kvenna
Eygló Guðmunds stóð uppi sem sigurvegari í 2.flokki eftir ágæta atlögu frá Gunnhildi á lokadeginum. Ragga Jóns fór með þeim á pall í þriðja sætinu.
𝟑. flokkur karla
Klemenz Fannar gaf ekkert eftir í þriðja flokki og verður mjög líklega ekki mikið lengur í þeim flokki eftir góðan sigur þar. Sigurbjörn Jónasar hélt velli í öðru sætinu og Óla Unnars því þriðja.
𝟑. flokkur kvenna
Guðrún María vann þriðja flokkinn sem hefur lokið leik eftir harða baráttu við Guðrúnu Huldu og Rakel Dögg. Gunna Mæja bókstaflega á golfkennara sem er greinilega að skila sér í golfinu núna 

𝟒. flokkur karla
Símon Elí vann fjórða flokkinn með tveimur höggum eftir harða keppni við Óðinn Svavars alveg fram í síðustu holu.
Hrannar Eysteins skilaði sér svo upp í þriðja sætið á lokadeginum.
𝟐. flokkur kvenna 𝟓𝟎+ punktar
Sigurlinn Sváfnis vann punktakeppnina hjá 50+ stelpunum af nokkru öryggi. Alma Hlíðberg og Heiðbjört Haðardóttir tryggðu sig einnig í verðlaunaafhendinguna.
5. flokkur karla
Einar Ben vann punktakeppnina í 5.flokki eftir harða baráttu við Stefán Magna, einn efnilegasta 45 ára kylfing klúbbsins. Andri Björgvin náði á pall með þeim.
𝟏. flokkur karla 𝟓𝟓+
Gunnar Marel hefur örugglega sett Grím Arnars á Mute því hann komst ekkert í hausinn á honum á lokadeginum. Gleymið golfhermum og æfingasvæðinu, galdurinn er að breyta garðinum heima í púttflöt eins og Gunnar gerði. Þessu til stuðnings má benda á að hans betri helmingur (Ásta Björg) vann sinn flokk líka í Hveragerði.
Grímur Arnars var auðvitað þræl góður á lokadeginum einnig og enn betri á lokahófinu.
𝟏. flokkur karla 𝟓𝟓+ punktar
Kjartan Óla var í þriðja sæti í 1.flokki karla en vann nokkuð sannfærandi sigur í puktakeppni 55+
Jón Lúðvíks var í öðru sæti Grímur Arnars endaði í þriðja sæti þar.
2. flokkur karla 𝟓𝟓+ punktar
Valur Stefáns hafði betur í 2.flokki karla 55+ gegn Kristófer Helga
Karlar 𝟕𝟎+ 𝐏𝐔𝐍𝐊𝐓𝐀𝐑
Magnús Jóhannes sigraði 70+ flokkinn eftir harða baráttu við Bárð í GÁB og Jón Gísla. Skólastjórinn tók þar strákana á teppið og sýndi Bárði að maður tryggir ekki eftirá, eitthvað þannig.
Holukeppni 𝐆𝐎𝐒
Holumeistari 2025 var Ívar Örn Guðjónsson og fékk hann líkt og hefð er fyrir bláa jakkann á lokahófi Meistaramótsins. Hann hafði betur gegn Sigurlaugi Birgi í úrslitaleiknum.
