Hlynur Jóhannsson og Andrea Ásgrímsdóttir klúbbmeistarar í Sandgerði
Meistaramót Golfklúbbs Sandgerðis (GSG) fór fram í síðustu viku og lauk á laugardag. Mikil spenna var í meistaraflokki karla og náði Hlynur Jóhannsson að verja titil sinn síðan í fyrra en körfuknattleiksdómarinn Kristinn Óskarsson veitti honum mikla keppni. Hjá konunum var það Andrea Ásgrímsdóttir sem hampaði stærsta titlinum.
Mótið heppnaðist einstaklega vel og lauk með flottu lokahófi á laugardagskvöldið. Nánar er hægt að lesa um mótið hér: Meistaramót GSG
