Fréttir

Hlynur og Nína efst fyrir lokahringinn á Íslandsmóti +35
Hlynur Geir Hjartarson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 11. ágúst 2019 kl. 11:36

Hlynur og Nína efst fyrir lokahringinn á Íslandsmóti +35

Íslandsmót +35 fer fram samhliða Íslandsmótinu í golfi 2019 í Grafarholti. Keppnisrétt hafa þeir kylfingar sem eru fæddir á árinu 1984 eða fyrr.

Í karlaflokki komust 13 kylfingar í gegnum niðurskurðinn og er Hlynur Geir Hjartarson efstur en hann er einnig í harðri baráttu um sigur í Íslandsmótinu sjálfu.

Í kvennaflokki er Nína Björk Geirsdóttir efst en hún þarf á góðum hring að halda í dag til þess að veita Guðrúnu Brá keppni á lokahring mótsins.

Íslandsmótið +35 2019 staðan fyrir lokahringinn: 

Karlar: Staðan í +35 og staðan á Íslandsmótinu 2019

1. (9.) Hlynur Geir Hjartarson, GOS  69-69- 75 213 högg
2. (28.) Haraldur Hilmar Heimisson, GR 71-75 76 222 högg 
3. (30.) Sigmundur Einar Másson, GÖ 79-75-69 223 högg
4. (47.) Sigurþór Jónsson, GVS 73-77- 77 227 högg 
5. (50.) Jón Karlsson, GR 74-78-74 226 högg
6.-7. (53.) Pétur Óskar Sigurðsson, GJÓ  73-75-79 227 högg
6.-7. (53.) Birgir Guðjónsson, GJÓ 79-74-74 227 högg
8.-10. (58.) Rúnar Óli Einarsson, GS 78-75-77 230 högg
8.-10. (58.) Úlfar Jónsson, GKG 76-78-74 228 högg
8.-10. (58.) Sigurjón Arnarsson, GR 74-76-78 228 högg
11. (63.) Sturla Ómarsson, GKB 76-76-79 231 högg
12. (65.) Tómas Peter Broome Salmon, GJÓ  75-74 -80 229 högg
13. (71.) Ólafur Sigurjónsson, GKB 76-75-83 234 högg

Konur: Staðan í +35 og staðan á Íslandsmótinu 2019

1. (3.) Nína Björk Geirsdóttir, GM 73- 69-75 217 högg
2 (8.-9.) Ragnhildur Sigurðardóttir GR 75-74-79 228 högg
3. (20.) Ingunn Einarsdóttir, GKG 81- 79-77 237 högg