Örninn #galvin
Örninn #galvin

Fréttir

Hörð barátta um sigur á Íslandsmóti +35
Sigmundur Einar Másson varð Íslandsmeistari í höggleik árið 2006.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
sunnudaginn 9. ágúst 2020 kl. 10:26

Hörð barátta um sigur á Íslandsmóti +35

Samhliða Íslandsmótinu í golfi á Hlíðavelli er keppt á Íslandsmóti 35 ára og eldri í karla- og kvennaflokki.

Lokadagurinn fer fram í dag og er staðan þannig að Nína Björk Geirsdóttir GM er efst í kvennaflokki en hún er eini keppandinn og mun því verja titilinn frá því í fyrra.

Í karlaflokki er Jón Karlsson GR með eitt högg í forskot fyrir lokahringinn. Hlynur Geir Hjartarson GOS, Magnús Lárusson GE og Sigmundur Einar Másson GÖ eru allir jafnir á 6 höggum yfir pari, höggi á eftir Jóni.

Hér má sjá stöðuna í mótinu.

Staðan í karlaflokki fyrir lokahringinn:

1. Jón Karlsson, GR 221 högg (75-74-72) (+5)
2. Magnús Lárusson, GE 222 högg (74-73-75) (+6)
2. Sigmundur Einar Másson, GÖ 222 högg (77-72-73) (+6)
2. Hlynur Geir Hjartarson, GOS 222 högg (78-72-72) (+6)

Staðan í kvennaflokki fyrir lokahringinn:

1. Nína Björk Geirsdóttir, GM 234 högg (80-74-80) (+18)

Tengdar fréttir:

Bjarki á 9 höggum undir pari | Þrír jöfnuðu vallarmetið

Spennandi lokahringur framundan í kvennaflokki