Fréttir

Hovland komst í elítuhóp með sigri um helgina
Viktor Hovland.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
miðvikudaginn 26. febrúar 2020 kl. 19:30

Hovland komst í elítuhóp með sigri um helgina

Líkt og Kylfingur greindi frá um helgina fagnaði Norðmaðurinn Viktor Hovland sigri á Puerto Rico Open sem fór fram á PGA mótaröðinni á sama tíma og Heimsmótið í Mexíkó fór fram.

Hovland er einungis 22 ára gamall og talinn líklegur til að ná að tryggja sig inn í Masters mótið í apríl með því að komast inn í topp-50 á heimslistanum á næstu vikum.

PGA mótaröðin tók saman síðustu sex kylfingana sem náðu að sigra á PGA mótaröðinni 22 ára gamlir og má sjá að Hovland komst í ansi góðan hóp.

Kylfingarnir sem um ræðir eru þeir Collin Morikawa (1997), Jon Rahm (1994), Hideki Matsuyama (1992), Jordan Spieth (1993) og Justin Thomas (1993). Fyrir utan Morikawa hafa hinir kylfingarnir allir unnir nokkur mót á PGA mótaröðinni og þá hafa þeir Thomas og Spieth báðir sigrað á risamóti.

Næsta mót hjá Hovland er Honda Classic mótið sem fer fram dagana 27. febrúar til 1. mars.