golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Fréttir

Hræsni hjá besta kylfingi heims?
Föstudagur 3. febrúar 2023 kl. 06:25

Hræsni hjá besta kylfingi heims?

Phil Mickelson hefur farið hamförum á samfélagsmiðlum þar sem hann sendir golfforystunni í Bandaríkjunum tóninn. Eins og flestir kylfingar vita hefur staðið mikill styr í kringum hina nýstofnuðu LIV mótaröð sem alfarið er fjármögnuð af Sádum. Ekki eru allir leikmenn á PGA mótaröðinni á eitt sáttir við hvernig fyrrum samstarfsmenn þeirra hafi flúið í skjól öruggra peningagreiðslna á LIV mótaröðinni. Þar hefur Rory McIllroy verið fremstur í flokki. 

Um síðustu helgi vann Rory sigur á Dubai Desert Classic og þótti honum ekkert tiltökumál að taka við tékka uppá 215 milljónir (€1,4 milljónir) frá Sameinaða Arabíska Furstadæminu. Þar að auki var sýnt beint frá mótinu á The Golf Channel, en þar á bæ hafa menn tekið mjög einarða afstöðu gegn LIV mótaröðinni.

golfnamskeið forsíða
golfnamskeið forsíða

Lítið atvik á æfingasvæðinu í Dubai, þar sem Rory hundsaði Patrick Reed félaga Phil Mickelson, var töluvert til umfjöllunar í golfmiðlum, en þeim fundi endaði með því að Reed henti tíi í Rory. Óhætt að segja að það gusti um meðal bestu kylfinga heims og því tilhlökkunarefni fyrir golfáhugamenn að sjá þá alla mætast á Masters mótinu í apríl.

Samfélagsmiðlaumræðuna hjá Phil Mickelson má sjá hér.