Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Hulda Clara efst á Egils Gull-mótinu
Hulda Clara Gestsdóttir.
Laugardagur 25. maí 2019 kl. 19:22

Hulda Clara efst á Egils Gull-mótinu

Egils Gull-mótið hófst í dag á Þorlákshafnarvelli en mótið er hluti af „Mótaröð þeirra bestur“. Aðstæður voru með besta móti, 10 stiga hiti og hægur vindur. Tveir hringir voru leiknir í dag og er það Hulda Clara Gestsdóttir sem er í forystu í kvennaflokki.

Hulda Clara lék hringina tvo á tveimur höggum undir pari. Fyrri hringinn lék hún á pari vallar og þann síðari á tveimur höggum undir pari.

Heiðrún Anna Hlynsdóttir er ein í öðru sæti á parinu eftir að hafa spilað á 72 höggum og 70 höggum. Helga Kristín Einarsdóttir og Saga Traustadóttir eru svo á einu og tveimur höggum yfir pari.

Það er því von á spennandi lokahring en hann verður leikinn á morgun. Stöðuna í mótinu má nálgast hérna.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)