Golfklúbbur Kiðjabergs
Golfklúbbur Kiðjabergs

Fréttir

Hulda Clara Gestsdóttir Íslandsmeistari kvenna 2021
Hulda Clara fagnar með þjálfara sínum Arnari Má Ólafssyni
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
sunnudaginn 8. ágúst 2021 kl. 15:36

Hulda Clara Gestsdóttir Íslandsmeistari kvenna 2021

Hulda Clara Gestsdóttir úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar varð í dag Íslandsmeistari kvenna í golfi í fyrsta sinn. Þetta var einnig í fyrsta sinn sem kylfingur úr GKG sigrar í kvennaflokki.

Hulda Clara lék frábært golf frá fyrsta degi á Jaðarsvelli á Akureyri og hafði mikla yfirburði í mótinu og sigraði að lokum með 7 högga mun. Hulda lék hringina fjóra á samtals 2 höggum yfir pari.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Ragnhildur Kristinsdóttir úr Golfklúbbi Reykjavíkur lék mjög vel á lokahringnum á einu höggi undir pari. Náði að kroppa 7 högg af forystu Huldu og varð önnur á samtals 9 höggum yfir pari. 

Mikil keppni var um þriðja sætið og urðu þær Jóhanna Lea Lúðvíksdsóttir, Heiðrún Anna Hlynsdóttir og Berglind Björnsdóttir jafnar á samtals 20 höggum yfir pari.

Frábær árangur hjá Huldu Clöru sem sprakk út í mótinu og verður fróðlegt að fylgjast með framhaldinu hjá þessum flotta kylfingi.

Lokastaðan í kvennaflokki:

Lokastaðan í kvennaflokki