Public deli
Public deli

Fréttir

Hulda Clara í frábærri stöðu eftir tvo hringi
Hulda Clara er í lykilstöðu á Akureyri - mynd [email protected]
Nökkvi Gunnarsson
Nökkvi Gunnarsson skrifar
föstudaginn 6. ágúst 2021 kl. 17:09

Hulda Clara í frábærri stöðu eftir tvo hringi

Hulda Clara Gestsdóttir hélt áfram að leika frábært golf á öðrum degi Íslandsmótsins á Akureyri. Forskot Huldu er nú komið í 8 högg og fátt virðist ætla að stöðva hanna þó mikið golf sé enn óleikið.

Hulda lék á 69 höggum í dag og er samtals á 3 höggum undir pari þegar mótið er hálfnað.

Örninn sumar 2024
Örninn sumar 2024

Næst á eftir Huldu Clöru er Ragnhildur Kristinsdóttir sem lék á 73 höggum í dag og er samtals á 5 höggum yfir pari. Ragnhildur lék frábært golf á fyrri níu holunum en fataðist flugið á seinni og missti Huldu frá sér.

Í þriðja sæti er hin unga Perla Sól Sigurbrandsdóttir á 7 höggum yfir pari og höggi þar á eftir kemur Anna Júlía Ólafsdóttir.

Það verður spennandi að sjá hvort Ragnhildi takist að saxa á forskot Huldu Clöru á morgun og setja smá spennu í mótið fyrir lokahringinn.

Staða efstu kvenna:

Staðan í mótinu