Hulda Clara: Slæm byrjun kom henni á óvart
Hulda Clara Gestsdóttir úr GKG leiddi Íslandsmótið fyrstu þrjá dagana og átti fimm högg á Guðrúnu Brá Björgvinsdóttur fyrir lokadaginn. Hulda byrjaði illa í gær og byrjunin kom henni á óvart því henni fannst slátturinn vera góður. Púttin voru ekki að detta og því fór sem fór en hún bar höfuðið engu að síður hátt eftir mótið og tók tapinu eins og sönn heiðurskona.
Kylfingur ræddi við Huldu að lokinni verðlaunaafhendingunni.