Golfbúðin #Hamar
Golfbúðin #Hamar

Fréttir

Hvað eru bestu kylfingar heims að gera á tímum COVID-19?
Páll Ketilsson
Páll Ketilsson skrifar
þriðjudaginn 24. mars 2020 kl. 07:26

Hvað eru bestu kylfingar heims að gera á tímum COVID-19?

Margir af bestu atvinnukylfingum heims hafa gert ýmislegt á veirutímum, margir eru duglegir í ræktinni heima við en svo kepptu félagarnir Ricke Fowler og Justin Thomas í „vinstri-handar“ einvígi. Sá fyrrnefndi vann 18 holurnar á 94 höggum en Justin lék á 101 höggi.

Þá sýndu þeir Dustin Johnson og Bruce Koepka hvað þeir geta gert með vinstri handar kylfum. Johnson sló 280 metra dræv og Koepka sló 175 metra með 8-járni.

Tiger Woods sýndi sig í golfhermi og McIlroy að taka á því í ræktinni.