Fréttir

Hvaða kylfur notaði Spieth í sigrinum?
Jordan Spieth.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 5. apríl 2021 kl. 19:56

Hvaða kylfur notaði Spieth í sigrinum?

Bandaríkjamaðurinn Jordan Spieth sigraði á sunnudaginn á Valero Texas Open sem fór fram á PGA mótaröðinni.

Sigurinn var sá tólfti hjá Spieth á ferlinum og sá fyrsti frá árinu 2017 þegar hann sigraði á Opna mótinu.

Hér fyrir neðan má sjá kylfurnar sem Spieth notaði í sigrinum:

Dræver: Titleist TSi3 (10 gráður), með Fujikura Ventus Blue 6X skafti

Trékylfur: Titleist TS2 (15 gráður), með Fujikura Ventus Blue 7X skafti

Blendingur: Titleist 818 H2 (21 gráður), með Graphite Design Tour AD DI-95X skafti

Járn: Titleist T100 (4-9), með Project X 6.5 skafti

Fleygjárn: Titleist Vokey Design SM8 (46 gráður), með Project X 6.5 skafti, (52, 56, 60 gráður), með Project X 6.0 skafti

Pútter: Scotty Cameron 009

Bolti: Titleist Pro V1x

Grip: SuperStroke S-Tec (full sveifla) / Traxion Flatso 1.0 (pútter)