Örninn 21 járn
Örninn 21 járn

Fréttir

Hvar er hægt að leika inn á sumarflatir?
Hlíðavöllur hjá GM opnaði 1. maí.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 3. maí 2021 kl. 21:37

Hvar er hægt að leika inn á sumarflatir?

Líkt og undanfarin ár heldur Golfsamband Íslands utan um stöðu mála hjá golfvöllum landsins þegar stutt er í sumarið.

Á heimasíðu Golfsambandsins er tafla með yfirliti sem sýnir hvaða vellir eru búnir að opna á sumarflatir og hvenær aðrir klúbbar stefna á að opna sýna golfvelli.

Sólning
Sólning

Vellirnir eru orðnir 16 talsins sem hafa opnað inn á sumarflatir, auk þess eru tveir vellir aðeins opnir fyrir meðlimi. Aðrir vellir landsins eru ekki enn búnir að opna samkvæmt heimildum sambandsins. Það er þó komin dagsetning hvenær vellirnir verða opnaði hjá mörgum klúbbum. Þar á meðal verða allir vellir Golfklúbbs Reykjavíkur búnir að opna 15. maí (Korpúlfsstaðavöllur - 8. maí og Grafarholtsvöllur - 15. maí). Golfklúbburinn Keilir stefnir að því að opna 9. maí.

Hér er hægt að sjá lista Golfsambands Íslands.

Örninn járn 21
Örninn járn 21