Hvenær tekur sexfaldur Íslandsmeistari næst þátt í Íslandsmótinu?
Úlfar Jónsson var besti kylfingur Íslands um áraraðir og nánast einokaði Íslandsmeistaratitilinn frá árunum 1986 til 1992. Eftir það gerðist hann atvinnumaður í íþróttinni og er ekki á neinn hallað þótt líklegt verði að telja að kappinn hefði bætt nokkrum titlum í safnið ef hann hefði mátt keppa á Íslandsmótinu. Hann var sá sigursælasti ásamt Björgvini Þorsteinssyni en Skagamaðurinn Birgir Leifur Hafþórsson tók við keflinu árið 2016 þegar hann vann sinn sjöunda Íslandsmeistaratitil. Úlfar tók síðast þátt fyrir tveimur árum og á allt eins von á að hann sé búinn að ljúka leik, þó er aldrei að vita.
Úlfar fékk þann heiður að slá upphafshögg Íslandsmótsins í ár og mætti í smá spjall, rifjaði upp ferilinn, sagði frá hvað hann hefur verið að gera undanfarin ár og spáði í spilin varðandi hverjir séu líklegastir til að vinna titilinn í ár.